Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafaað tónlist. Samtónn mun vinna að vernd og varðveislu tónlistar og réttinda, sem henni tengjast, og leita tækifæra til að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar innan lands sem utan.

Með stofnun Samtóns var stigið stórt skref í sameiginlegum réttindamálum með því að sameina krafta höfunda, flytjenda og framleiðenda. Tilgangurinn var að auka alla hagkvæmni varðandi kostnað í málefnum er varða sameiginlega snertifleti.  Í stað þess að þrír hópar vinni að þrem mismunandi lausnum er um sameiginleg verkefni að ræða, sem styrkja alla rétthafahópana. Í stefnumótun Samtóns sem samþykkt var árið 2003 voru ýmis verkefni sett í forgang. Þau helstu voru þessi:

  • Lög um tónlistarsjóð – útrásarsjóður (lög samþykkt árið 2004)
  • Bygging tónlistarhúss – (húsið opnað árið 2011)
  • Ferðasjóður tónlistarmanna -Loftbrúin (hófst árið 2003)
  • Stafrænn grunnur tónlistar – (yfir 50 þúsund lög í grunni)
  • Bætt markaðssetning erlendis – (stofnun Útóns árið 2006)
  • Styrking norræns samstarfs – (stofnun norræns samstarfs, NOMEX árið 2010)
  • Fé til stuðonings íslenskrar tónlistar úr einkageira
  • Útgáfa rits um hagrænt gildi tónlistar. (kom út árið 2004)
  • Átak gegn ólöglegum notum tónlistar á netinu. (samstarfsvettvangur rétthafa stofnaður)
  • Lækkun virðisaukaskatts (lækkaði af geisladiskum úr 24,5% í 7% árið 2006 og úr 25,5% af starfrænni tónlist árið 2011).

Af þessari upptalningu sést að Samtónn hefur frá stofnun árið 2002 náð mörkum merkum áföngum til hagsbóta bæði fyrir tónlistarrétthafana sjálfa og neytendur tónlistar.