Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafaað tónlist. Samtónn mun vinna að vernd og varðveislu tónlistar og réttinda, sem henni tengjast, og leita tækifæra til að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar innan lands sem utan.
Með stofnun Samtóns var stigið stórt skref í sameiginlegum réttindamálum með því að sameina krafta höfunda, flytjenda og framleiðenda. Tilgangurinn var að auka alla hagkvæmni varðandi kostnað í málefnum er varða sameiginlega snertifleti. Í stað þess að þrír hópar vinni að þrem mismunandi lausnum er um sameiginleg verkefni að ræða, sem styrkja alla rétthafahópana. Í stefnumótun Samtóns sem samþykkt var árið 2003 voru ýmis verkefni sett í forgang. Þau helstu voru þessi: