Jazzhátíð Reykjavíkur
Reykjavíkurhótelin í samstarf
Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin dagana 14. - 29. ágúst og er þetta í 21. skipti sem hátíðin er haldin. Að venju er dagskráin hlaðin spennandi tónlistarviðburðum fluttum af bæði innlendum og erlendum listamönnum. Af erlendum aðilum má meðal annarra nefna; Django Bates, Autumn Fires and Green Shoots, Nils Wogram's Nostalgia Trio, Don Randi Quartet, Jean Marie Machado, Django Bates, Beloved Bird Trio, Loren Stillman, Kjeld Lauritsen, Jim Black, BelgistaN, Martin Roy Wade og fleiri. Og innlendu listamennirnir eru þeir færustu á landinu; Agnar Már Magnússon, Ástvaldur Traustason, Haukur Gröndal, Guitar Islancio, Jóel Pálsson, Jagúar, K Tríó, Reginfirra, Stórsveit Samma, Stórsveit Reykjavíkur, Uwagga Wagga, Moses Hightower, Sigurður Flosason, Tómas R Einarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir og margir fleiri.
Fleiri fréttir
- 19. apr 201198 starfa án starfsleyfa
- 07. apr 2011Íslensku Tónlistarverðlaunin
- 07. apr 2011Aðalfundur STEF
- 07. apr 2011Listahátíð í Reykjavík