SAMTÖK TÓNLISTARRÉTTHAFA | ICELANDIC MUSIC ASSOCIATION

Aðalfundur STEF

07. apr 2011

Þorgerði og Hauki veitt viðurkenning Á AÐALFUNDI STEF

Aðalfundur STEF: Þorgerði og Hauki veitt viðurkenning Á AÐALFUNDI STEF um helgina var tveimur tónlistarmönnum, Þorgerði Ingólfsdóttur og Hauki Morthens, veitt sérstök viðurkenning fyrir störf þeirra í þágu íslenskrar tónlistar. Þetta er í annað sinn sem STEF veitir þessar viðurkenningar en nú var tekið tillit til að í ár er Ár söngsins.

Valgeir Guðjónsson fráfarandi varaformaður STEF segir að Þorgerður og Haukur séu vel að þessum viðurkenningum komin. Þorgerður Ingólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir mikið og gott starf síðustu tuttugu ár eða svo sem stjórnandi kóra ungs fólks," segir Valgeir. Undir hennar stjórn hafa þessir kórar flutt og frumflutt mikið af íslenskri tónlist bæði hér heima og erlendis. Hauk Morthens þarf varla að kynna en hann hefur í mannsaldur sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar. Hann hefur sungið mikið af íslenskum lögum svo og erlendum lögum með íslenskum texta."