SAMTÖK TÓNLISTARRÉTTHAFA | ICELANDIC MUSIC ASSOCIATION

Megináherslur og baráttumál

Megináherslur og baráttumál Samtóns snúast um að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum á samstarfsvettvangi Samtóns. Samtónn vinnur að ýmis konar verkefnum sem tengjast vernd réttinda og varðveislu þeirra. Með samtakamætti allra tónlistarrétthafa eru skilyði sköpuð til að auka réttindin, standa sterkari gagnvart stjórnvöldum og kynna réttindi tónlistarrrétthafa með mun vítækari hætti jafnt innan lands sem utan landssteinanna.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Samtóns er jafnframt barátta gegn höfundaréttarbrotum og hafa samtökin í samstarfi við kvikmyndarétthafa orðið tölvert ágengt við að stemma stigu við óheimilum notum tónlistar bæði á netinu og utan þess.